Monday, May 18, 2009

hvað eurovision var spennandi. Fyrsta, annað eða þriðja sæti...úff var að farast úr spenning á hinum ýmsu tímapunktum. Frábært að lenda í 2.sæti. Gæti ekki verið betra. Notaði sunnudaginn svo í barnaafmæli þar sem að ég naut þess að sitja úti í blíðunni og fór svo með prinsessuprikinu mínu í leikhús um kvöldið að sjá Söngvaseið. Vá hvað það var skemmtilegt. Algert æði. Ef það væri ekki svona dýrt þá myndi ég fara aftur það var svo skemmtilegt. Mæli með þessu stykki hiklaust. Í dag skrifaði ég svo undir uppsagnarbréf í vinnunni. Úff skrýtin tilfinning það. Hætti að vinna 21.ágúst og skólinn byrjar 24.ágúst. Spennó spennó.

Kv
Lilja Rós

Saturday, May 16, 2009

15.maí 2009...

var yndislegur dagur sem gleymist seint, og örugglega aldrei. Þennann dag fékk ég að vita að ég hefði fengið inngöngu í háskólann Keilir. Vá mig hefur langað í háskóla svo lengi og nú er það orðið að veruleika. Get ekki lýst því hvað ég er glöð. Er semsagt að fara í nám sem heitir háskólabrú og er nám sniðið að þörfum fullorðinna sem eru ekki með stúdentspróf og hafa kannski ekki verið í skóla í einhvern tíma. Líst rosalega vel á þetta og finnst þetta nám vera líka svolítið tækifæri fyrir mig að komast í gang aftur í skólalífinu og kynnast því aftur hvernig það er að vera í skóla, að mega ekki fara niður fyrir 90% í mætingu og að verða að skila verkefnum á réttum tíma því annars er dreginn af mann einn heill í einkunn fyrir hvern sólarhring sem skilað er of seint. Þetta er svona grunnnám með allavega ensku, íslensku, stærðfræði og félagsfræði en ég veit ekki hvort að það séu fleiri fög eða þá hver þau eru. Ég reyndar stend ekki neitt rosa vel í stærðfræðinni og skólanum finnst ég ekki með alveg nógu góðan grunn að vera bara búin með einn áfanga í stærðfræði en ég ætla að taka stærðfræði 202 núna í sumar í fjarnámi í fjölbraut í ármúla og verð eiginlega sjálfrar mín vegna að ná því svo að ég standi betur þegar að skólinn byrjar í haust. Ég ætla að sjálfsögðu að gera allt sem ég get til að ná þessum áfanga og er eiginlega ákveðin í að fá mér einkakennslu með þar sem að stærðfræðin er pottþétt ekki mín sterka hlið og með því að fá mér einkakennslu skal þetta takast. Þetta var eiginlega ákveðið skilyrði sem var sett í skólanum að ég yrði búin að ná þessum áfanga þegar skólinn byrjar í haust. En ef einhver er góður í stærðfræði og býður fram aðstoð að þá tek ég fegins hendi allri aðstoð sem býðst því þetta eiginlega verður að takast. Eftir þetta nám kemst ég svo í hvaða háskóla sem er og er ég alveg ákveðin í að fara svo í háskólann á Akureyri í leikskólakennaranám eftir þetta háskólabrú nám. Ég er ótrúlega spennt og samt pínu kvíðinn líka. Erfitt en spennandi að fara aftur í nám. Ótrúlega skrýtin tilhugsun að vita til þess að maður verði ekki á vinnustaðnum sínum næsta vetur. Vinnustaðnum sem að maður er búin að vera á í 6 og hálft ár. Vá hvað ég á eftir að sakna allra á leikskólanum, bæði allra yndislegu krakkanna og yndislegu samstarfsfólki. En maður lítur nú kannski annað slagið upp úr námsbókunum og kíkir í heimsókn.

Fagnaði í gær með því að borða með prinsessuprikinu mínu á Pizza Hut og fórum svo á Idolið í Smáralind. Þetta var yndislegur dagur frá upphafi til enda og ég gæti ekki verið hamingjusamari.

Kv
Lilja Rós